fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Almennt starf

Almennt starf

Listamaður mánaðarins 

Frístundaheimili geta verið tilvalinn vettvangur til þess að kynna fyrir börnunum listasögu og ólíka listamenn. Til þess að láta slíkt verða að veruleika er hægt að setja upp veggspjald þar sem listamaður mánaðarins er kynntur til sögunnar í orði og mynd. Gaman getur verið að leyfa börnunum sjálfum að útbúa efnið fyrir veggspjaldið og jafnvel velja listamann sem þeim langar að vinna með og fræðast um.

Áhugaverðir hlekkir:

Íslenskir listamenn 

Listasaga og listaverkefni á íslensku  

Listasaga og listamenn fyrir börn á ensku  

Heimsóknir á listasöfn og listaviðburði 

Listasöfn á Íslandi eru dugleg að setja upp sýningar, halda viðburði eða búa til efni fyrir börn. Tilvalið er að skoða hvað söfn í hverfi frístundaheimilsins bjóða upp á. Á vefsíðunni List fyrir alla er hægt að nálgast dagskrá yfir listaviðburði fyrir börn á grunnskólaaldri en vefurinn leggur áherslu list fyrir börn og list með börnum. Barnamenningarhátíð sem haldin er einu sinni á ári er kjörinn vettvangur til að kynna fyrir börnunum og heimsækja viðburði í tengslum við hátíðina.

Áhugaverðir hlekkir:

List fyrir alla

Listasöfn á Íslandi

Barnamenningarhátíð

Útilistaverk

Öll hverfi borgarinnar eru rík af menningu og listaverkin leynast víða. Gaman getur verið fyrir börnin að fá tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu í gegnum menningu hverfisins. Listasafn Reykjavíkur hefur gefið út smáforritið Útilistaverk í Reykjavík þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með og fleiri verkum innan borgarmarkanna. Einnig er hægt að finna skemmtilega leiki í tengslum við listaverkin í smáforritinu. 

Smáforrit: 

Útilistaverk í Reykjavík er smáforrit þar sem hægt er að fræðast um útilistaverk Reykjavíkur á  einfaldan og skemmtilegan hátt. Þar má einnig hlusta á hljóðleiðsagnir og hægt að finna skemmtilega leiki til þess að fara í.


fff

Málshættir, orðatiltæki og tilvitnanir

Íslenskan er rík af áhugaverðum og vel heppnuðum málsháttum, orðatiltækum og tilvitnunum sem notuð er í daglegu máli. Tilvalið er að kynna börn frístundaheimisins fyrir slíku efni reglulega. Bæði til skemmtunar og einnig til þess að viðhalda þessari ríku menningararfleifð. Hægt er að velja málshátt, orðatiltæki eða tilvitnunum og hafa upp á veggjum frístundaheimilisins með útskýringu í máli og/eða myndum. Á vefnum Tilvitnun er hægt að skoða málshætti með skýringum. Einnig er þar að finna aragrúa af orðatiltækum, dægurperlum og tilvitnunum. Orð í tíma töluð er smáforrit þar sem hægt er að nálgast ýmsar hugmyndir af skemmtilegum tilvitnunum sem einnig er hægt er að notast við.

Áhugaverðir hlekkir:

Tilvitnun

Málshættir og orðatiltæki

Orðatvenna, orðtak og málsháttur mánaðarins

Smáforrit:

Orð í tíma töluð er tilvinunarorðabók þar sem hægt er að leita eftir leita að tilvitnunum, einstaka orðum eða orðasamböndum. Einnig er hægt að leita að nafni höfundar, stað eða ártali.