fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi – Barnalýðræði

Barnalýðræði

Í frístundaheimilinu Laugarseli er unnið markvisst með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna undir merkjum réttindafrístundar þar sem börnum er kennt um réttindi sín í máli og myndum í samstarfi við UNICEF .

Hugmyndakassi er á frístundaheimilinu þar sem öll börn geta komið hugmyndum sínum um starf frístundaheimilisins á framfæri, nafnlaust. Í kjölfarið er haldinn „Mikilvægur fundur” þar sem rætt er um hugmyndir sem koma upp úr hugmyndakassanum og kosið um þær. Niðurstöður kosninganna eru birtar, þar sem sýnileikinn er mikilvægur liður í því að börnin sjái áhrifin sem þau hafa á nærumhverfi sitt.

Áhugaverðir hlekkir:

Barnakosningar í Laugarseli