fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Fyrirmyndarklúbbur

Svipbrigðaklúbburinn

Í Svipbrigðaklúbb frístundaheimilisins Regnbogalands er rætt við börnin um einelti og þýðingu tiltekinna svipbrigða. Skoðað er hvaða tilfinningu er verið að sýna með svip og hvernig svipbrigði geta verið verkfæri eineltis.

Starfsfólk velur tilfinningar sem einfalt er að tjá með sviðbrigðum,svo sem fyrirlitningu. Í kjölfarið er eitt barn fengið til að leika þessa tilfinningu með svipbrigðum, hin giska og spjalla síðan um áhrif sem svipbrigði, meðvituð og ómeðvituð, geta haft á líðan annarra barna. Markmið klúbbsins er að skapa samtal um einelti og auka skilning barnanna á því hvernig svipbrigði ein og sér geta valdið óþægindum og vanlíðan.