fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Goðfræðiklúbbur

Goðfræðiklúbbur

Áhugaverðar goðsagnaverur fyrirfinnast í flestum menningar arfleifðum og getur verið bráðskemmtilegt að kynna þessar furðuverur og sögur þeirra fyrir börnunum.

f

Leiðbeiningar:

Skemmtilegt er að byrja á því að sýna börnum verurnar og segja þeim frá þeim og þeirra ævintýrum. Einnig er tilvalið að fá bókasafn hverfsins með sér í lið og óska eftir þemakassa af bókum sem fjalla um persónurnar og menninguna þar sem goðsagnaverurnar eru sprottnar upp. Einnig er hægt að notast við bókina Atlas goðsagna fyrir börn.

Meðan á sögustund stendur eða eftir að henni líkur er hægt að leyfa börnunum að teikna goðsagnaverurnar eða jafnvel búa til grímur, pappamassa styttur eða búninga í þema goðsagnarinnar.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps:  Meðalstórir eða stórir hópar

Undirbúningur: Undirbúa hvað goðsagnaveru/ur á að vinna með fyrir hvern klúbb

Áhöld: Blöð og litir og föndurvörur ef við á

Rými: Þægilegt rými


Áhugaverðir hlekkir:

Borgarbókasafn

Atlas goðsagna