fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Kakóklúbbur

Kakóklúbbur

Kakóbaunir eru stútfullar af hollum og nauðsynlegum næringarefnum. Kakó viðburðir hafa notið mikilla vinsælda meðal eldri kynslóða á undanförnum árum og því tilvalið að leyfa börnunum einnigað að upplifa slíka viðburð. Börnin fá þá tækifæri til þess að bragða ljúffengt súkkulaði og slaka á í Kakóklúbb.

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi þessa kakó ferðalags fá allir sér heitt súkkulaði. Þegar börnunum byrjar að hlýna af kakóinu, koma þau sér vel fyrir á góðri dýnu og eru ljósin minnkuð eða einfaldlega slökkt á þeim. 

Því næst er kveikt á ljúfri tónlist sem hjálpar til við að fá börnin til að slaka á. Hægt er að notast við smáforritið Calm þar sem valið er um mismunandi hljóð og tónlist, eins og rigningu. Þá býður einnig smáforritið Sensory Lightbox upp á hljóð og abstrakt mynstur til þess þjálfa færni barna í núvitund. Þegar valið hefur verið tiltekið mynstur kemur hljóð í samræmi við það, til dæmis snarkar í eldinum. 

Á meðan að á Kakóklúbbnum stendur ræðir frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi við börnin um mikilvægi þess að slaka á og hvaða áhrif það hefur á líkamann. Þá geta einnig skapast skemmtilegar samræður um súkkulaði og fjölbreytta heita drykki á meðan að börnin drekka heita súkkulaðið sitt.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir  hópar

Undirbúningur: Gott er að kynna sér áhrif slökunar á líkamann og fjölbreytta heita drykki. Einnig er mikilvægt að finna til ljúfa tónlist og að sjálfsögðu allt sem þarf í heita súkkulaðið

Áhöld: Kakó og bollar. Jógadýnur, útvarpstæki og snjalltæki

Rými: Stórt hljóðlátt rými


Áhugaverðir hlekkir:

Uppskrift að heitu súkkulaði 

Smáforrit:

Calm leggur til sjö skref í átt að friði og ró. Hugleiðslurnar eru mislangar, allt frá 2 mínútum upp í 20 mínútur. Hægt er að velja um mismunandi tónlist og hljóð, eins og rigningu.

Sensory Lightbox notar abstrakt mynstur og hljóð til að þjálfa færni í núvitund. Hægt er að velja um margskonar mynstur, eins og rigningu, eld, sápukúlur og snjókomu. Síðan kemur hljóð sem er í samræmi við það mynstur sem hefur orðið fyrir valinu. Þá snarkar í eldinum og heyrist í rigningunni.