fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi – Landafræðiklúbbur

Landafræðiklúbbur

Við erum svo heppin að lifa í heimi þar sem til er aragrúi landa með fjölbreytta og spennandi menningu. Skemmtilegt er að kynna heiminn fyrir börnunum í gegnum Landafræðiklúbb.

f

Leiðbeiningar:

Tilvalið er að taka eitt land fyrir í einu og velta því fyrir sér. Hægt er að skoða staðsetningu landsins á hnetti, landakorti eða í forritinu Google Maps. Einnig er gaman að skoða hverskonar tungumál er talað á svæðinu, hægt að teikna myndir af dýralífi eða plöntulífi og velta fyrir sér menningu landsins.

Auk þess er mjög fróðlegt fyrir börnin að skoða Ísland á vefnum Kortavefsjá þar sem búið er að merkja ýmis íslensk fyrirbrigði inn á kort. Í landinu okkar fyrirfinnast heil ógrynni af fossum, ám, fjörðum og ýmsu öðru sem skemmtilegt er að skoða og jafnvel teikna upp.
Undir lok klúbbsins hverju sinni getur verið gaman að ræða við börnin um þau náttúruundur þau hafa séð eða hafa áhuga á að ræða um. Einnig er hægt að leyfa börnunum að leika stuttan leik í smáforritunum Geography City Puzzle eða Flags of the World.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Gott er að ákveða hvaða land/svæði er tekið fyrir hverju sinni og kynna sér það vel

Áhöld: Landafræði bók, blöð, pennar og litir. Snjalltæki eftir þörfum

Rými: Rólegt og hljóðlátt rými


Smáforrit:

Google Maps þýðir á fjölbreytt og áhugaverð tungumál. Les einnig upphátt þýðinguna.

Cover art

Geography City Puzzle er spurningaleikur sem sem byggir á mynd af löndum, höfuðborgum, náttúru og minnismerkjum. Giskað er á meðan myndin birtist smátt og smátt eins og púsluspil.

Cover art

Flags of the World er spurningaleikur sem sem byggir á spurningum í tengslum við fána þjóðríkja. Hér má skoða fána 194 landa.