fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi

Lista og menningarlæsi

Mannkynið á sér ríka og áhugaverða lista- og menningarsögu sem kjörið er að kynna fyrir börnum í gegnum leik og starf. Sköpun er samkvæmt Mennta- og menningarmálaráðuneytinu¹. einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi og fer fram umtalsvert starf á því sviði bæði í grunnskólum og frístundaheimilum landsins. Flest börn eru í eðli sínu forvitin og með ríka athafnaþrá og þangað á sköpunargleðin rætur sínar að rekja. Sköpun barna felur í sér ákveðna áskorun sem þau leita spennandi leiða til þess að leysa með frumleika og frumkvæði að vopni.

Ríkjandi listastefnur og menningaarfleið geta gefið okkur innsýn í óþekktan veruleika eða tímabil. Aukin þekking á listum og menningu með fjölbreyttu lista- og menningarstarfi fyrir börn getur haft áhrif á skilning þeirra á sögu, samfélagi og umhverfi. Börnum sem gefið er tækifæri á vettvangi þar sem þau geta fengið útrás fyrir leik og sköpunarþrá, tileinka sér gagnrýna hugsun, nýja sýn og nýjar aðferðir í gegnum sköpun.

Hvað er verið að efla? List og menningarvitund, sköpunarhæfni og ímyndunarafl

fffffff

fffffff

Smáskref

Matarkort

Lifandi listaverk

Litahringur

Matarmenning skipar veigamikinn sess í menningu flestra ef ekki allra ríkja heims. Hægt er að finna skemmtileg heimskort þar sem matarmenning og uppruni hráefna er skrásettur.

Flest frístundaheimili eru með einhverskonar upplýsingtöflu á veggjum sínum. Gaman getur verið að tileinka einu horni töflunar fyrir skapandi teikningar starfsmanna. Þar getur þá hvaða starfsmaður sem er tekið upp tússinn og bætt við teikninguna. Í vikulok er síðan teikningin fjarlægð og þá hægt að hefjast handa við nýtt verk í næstu viku.

Gaman getur verið að kynna börnin fyrir mismunandi litahringjum og hengja þá upp á veggi frístundaheimilsins t.d. inn í lista- og föndurrými. Í gegnum litahringina geta börnin fengið tækifæri til að kynnast litunum okkar betur. Þar er meðal annars hægt að skoða hvaða litir eru heitir og kaldir, hvað litir eru frumlitir og hvaða litir eru andstæðir hvor öðrum.