fristundalaesi@gmail.com

Miðlalæsi – Ljósmyndaklúbbur

Ljósmyndaklúbbur

Mörgum börnum finnst gaman að taka myndir af ýmislegu áhugaverðu sem leynist innan svæðis frístundaheimila. Þegar börnum er gefið tækifæri til að ljósmynda forvitnilega hluti læra þau að þekkja umhverfi sitt betur og jafnvel skynja það á nýjan hátt.

f

Leiðbeiningar:  

Í upphafi Ljósmyndaklúbbsins er best að fara yfir umgengnisreglur á búnaðinum, skipta börnunum í litla hópa og ákveða jafnvel þema dagsins ef unnið er með slíkt. Fyrir eldri hópa er jafnvel hægt að búa til eigin myndavél og notast við ýmsar leiðbeiningar á vefnum.

Í lok klúbbsins er tilvalið að safnast saman við stærri skjá þar sem börnin eru beðin um að velja nokkrar af bestu myndum dagsins. Því næst eru bestu myndir hvers hóps fyrir sig settar upp á stóra skjáinn og börnin kynna sínar myndir. Að því loknu fá börnin tækifæri til að segja frá myndum sínum og velta fyrir sér myndum annarra barna.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að ákveða þema fyrir hvert skipti sem klúbburinn er haldin. Kjörið er að gera það í samstarfi við börnin. Ef það á að búa til myndavél er æskilegt að kynna sér vel leiðbeiningar og jafnvel búa til prufueintak

Áhöld: Myndavél eða snjalltæki eftir þörfum

Rými: Allsstaðar innan og utan veggja frístundaheimilisins


Áhugaverðir hlekkir:

Myndavéla leiðbeiningar