fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi

Náttúru og umhverfislæsi

Náttúru- og umhverfislæsi byggir á því að efla þekkingu, reynslu og áhuga barna á umhverfi sínu og náttúru¹. Það er gert með því að benda þeim á áhugaverða hluti í umhverfinu með áhuga þeirra og upplifun að leiðarljósi. Með virkri útiveru eflast tengsl barnanna við umhverfið og skilningur á náttúru eykst þannig að þau læra að bera virðingu fyrir henni.

Það er mikilvægt að frístundaheimili veiti börnum tækifæri til að efla og þroska hæfileika sína í útiveru til þess að þau öðlist reynslu og færni til að byggja upp frekari þekkingu. Þau læra til að mynda ný orð og hugtök yfir fyrirbæri í náttúrunni og sjálfstæði þeirra og geta til að lesa í umhverfi sitt eykst enn frekar. Börnin læra þannig um náttúruna í náttúrunni í gegnum leiki, með því að sjá, snerta og upplifa.

Hvað er verið að efla? Umhverfisvitund, lýðheilsu, sjálfbærni og sjálfstæði

dd

ffff

Smáskref

Vegvísar

Gaman er að hengja upp ýmsa vegvísa sem vísa í áttina að tilteknum fyrirbrigðum, svo sem Heiðmörk, Laugardalslaug og annað í nærliggjandi umhverfi. Þá mætti einnig bæta við kílómetrafjölda til viðkomandi staða.

Umferðamerki

Hver eru helstu umferðamerkin? Höfum þau sýnileg í augnhæð barna ásamt útskýringum.

Áttaviti

Tilvalið er að hafa áttavita sýnilegan annað hvort upp á vegg eða á gólfi, þar sem fram kemur í hvaða átt norður, suður, austur og vestur er miðað við staðsetningu frístundaheimilis.