fristundalaesi@gmail.com

lista og menningarlæsi – Rappklúbbur

Rappklúbbur

Börnin í frístundaheimilinu Selinu geta fengið að prófa sönghæfileika sína og þenja raddböndin í Rappklúbb.

Í upphafi sest starfsfólk niður með börnunum og semja þau lagatexta í sameiningu. Þegar textasmíðinni er lokið taka við æfingar þar sem börnin fá að spreyta sig í því að rappa textann. Síðan er útkoman tekin upp í litlu upptökurými sem er á frístundaheimilinu.

Börnin æfa sig í sviðsframkomu og halda að lokum tónleika fyrir áhorfendur þar sem þau klæðast skemmtilegum búningum með skrautlega andlitsmálningu.