fristundalaesi@gmail.com

Miðlalæsi – Rithöfundaklúbburinn

Rithöfundaklúbburinn

Rithöfundaklúbbur er sögugerðaklúbbur sem börnin geta valið sér í frístundaheimilinu Undralandi. Þar skrifa þau sögur, ein eða með hjálp starfsfólks.

Í upphafi læra börnin hvernig sögur eru uppbyggðar og hvernig persónusköpun á sér stað.

Því næst nota börnin hugmyndaflug sitt til að skapa atburðarás og búa til aðalpersónur sögunnar. Einnig geta þau teiknað myndir sem tengjast sögunni. Allt getur gerst. Engin takmörk eru í sköpun smásögu.

Smáforrit:

Kveikjarinn er smáforrit til þess að þjálfa sköpun í formi skapandi skrifa. Kveikjarinn er gagnagrunnur sem nota má sem kveikjur til ritunnar. Kveikjarinn nýtist fyrir hvern þann sem vill þjálfa ritunarhæfileika sína og til að þjálfa tjáningu og sköpun.