fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Spilaklúbbur

Spilaklúbbur

Á frístundaheimilum er mjög vinsælt að spila. Til er mikið úrval af spilum sem flest börn eru áhugasöm um að nota. Tilgangur spila getur verið ólíkur, hægt er til dæmis að efla samheldni barnahópsins með spilum og má oft draga ákveðinn lærdóm af þeim. 

f

Leiðbeiningar:

Spilaklúbbur sem eflir félagslæsi fer fram eins og hver annar spilaklúbbur nema að þau spil sem eru í boði snúa öll að félagslæsi á einn eða annan hátt. Ótalmörg skemmtileg spil eru til sem efla félagslæsi. 

Best er að spyrja sölumann spila um slík spil þegar farið er í að uppfæra spilasafn frístundaheimilisins. Sem dæmi leggja Eeboo spilin mikla áherslu á tilfinningalæsi og Speech á sögusköpun og er hægt að nálgast þau hjá Spilavinum og alþjóðlegum vefverslunum.

Byrjað er á því að kynna börnunum fyrir þeim spilum sem eru í boði. Því næst fá þau að velja sér spil og starfsfólk fer yfir reglur leiksins með börnunum. Í kjölfarið er hafist handa við að spila og er starfsfólk börnunum innan handar til að aðstoða þau eftir þörfum.

f

Aldursviðmið: Allir 

Stærð hóps: Stórir hópar

Undirbúningur: Skoða og fá aðgang að áhugaverðum spilum sem efla félagslæsi

Áhöld: Spil sem efla félagslæsi 

Rými: Stórt rými


Áhugaverðir hlekkir:

Spilavinir

Eeboo

Spilið Speech