fristundalaesi@gmail.com

Miðlalæsi – Þemadagar

Þemadagar

Bókasafnsdagurinn

Heimsókn á bókasafn hverfisins getur verið prýðis skemmtun. Æskilegt er að gera boð á undan sér til þess að gefa starfsmönnum bókasafnins færi á því að koma að skipulagningu heimsóknarinnar. Bókasafnið býður upp á ýmsa skemmtilega leiki og dægrastyttingu.

Stuttmyndadagurinn

Þegar unnið hefur verið skipulega að kvikmyndagerð innan frístundaheimilisins er skemmtilegt að halda kvikmyndahátíð. Tilvalið að poppa og njóta þess að horfa á afrakstur barnanna á sviði kvikmyndalistar eða skoða Stuttmyndir barna á KrakkaRúv. Einnig er hægt að fá lánaðar myndir frá öðrum frístundaheimilum hverfisins og ef mikil stemmning er fyrir kvikmyndagerð er jafnvel hægt að slá upp einni heljarinnar kvikmyndasýningu frístundamiðstöðvarinnar og leigja bíósal.