fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi – Þemadagar

Þemadagar

Skógarvikan mikla

Í þessari stórskemmtilegu viku er tilvalið að heimsækja nærliggjandi skógarsvæði, eins og Furulund í Heiðmörk og fara með börnin í leiki. Hægt er að setja sig í samband við Skógræktarfélag Reykjavíkur og fá fræðslu um trjárækt og skógrækt og gildi skóga í náttúrunni sem er afar fróðlegt. Þá mætti einnig fara með barnahópinn í vettvangsferð ásamt öðrum frístundaheimilum þar sem þau fá tækifæri til að gróðursetja tré og upplifa svokallað skógarbað.

Dagur íslenskrar náttúru

Þann 16.september ár hvert er sjónum beint að hinni einstöku náttúru Íslands, gögnum hennar og gæðum. Náttúran er viðkvæm, röskun á landi er áberandi og eru spjöll á grónu landi lengi að jafna sig. Forsenda þess að börn virði náttúruna og vilji vernda hana verða þau að fá tækifæri til að kynnast henni og skilja mikilvægi hennar. Gaman væri ef að frístundaheimili, leikskólar og grunnskólar myndu taka þátt í þessum degi sem Stjórnarráð Íslands hvetur til að hafður sé í huga í allri starfsemi.