fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi – Útileikjaklúbbur

Útileikjaklúbbur

Á flestum frístundaheimilum fer starfsfólk með börnum í ýmsa hópleiki utandyra. Starfsfólk getur bæði verið þátttakendur eða leiðbeinendur sem koma börnunum inn í leikinn og hafa auga með því að allt fari rétt og eðlilega fram. 

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi er gott að fá börnin til að setjast saman í hring þar sem þau segja hvað þau heita og til dæmis hvað sé áhugaverðasta plantan sem þau hafa séð, flottasta dýr eða fallegasti liturinn.

Oft eru leikirnir fyrirfram ákveðnir en einnig reynist vel að leyfa börnunum að ráða, en mikilvægast er að starfsfólk sé búið að kynna sér allskonar skemmtilega leiki. Gæti það verið til dæmis Stórfiskaleikur, Varúlfur eða Eina króna. 

Ef áhugi er fyrir því að vinna skipulega með mál og læsi skiptir miklu máli að kenna börnunum vel leikreglurnar áður en leikurinn hefst og leiðbeina þegar við á meðan á honum stendur. 

Á Leikjavefnum og í Leikjahandbókinni má finna fjölbreytt úrval leikja með góðum leikjalýsingum sem hægt er að styðjast við.

Undir lokin er gott að fá börnin til að setjast saman og spjalla í um það bil 10 mínútur. Þá er til dæmis hægt að spyrja þau hver uppáhalds útileikurinn þeirra sé.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða stórir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að kynna sér leiki og leikreglur og ákveða tiltekinn leik sem farið verður í með börnunum.

Áhöld: Leikjahandbækur eða nota Leikjavefinn

Rými: Útisvæði