Samstæðuspil með tilfinningum
f
Verkfærið samstæðuspil inniheldur 40 spil, 20 pör, af jákvæðum og erfiðum tilfinningum. Spilið er þroskandi og skemmtilegt og í senn frábær leið til að efla tilfinningalæsi og minni barna.
Mikilvægt er að gefa sér tíma til að ræða tilfinningarnar um leið og þær koma fram í spilinu og geta oft skapast líflegar umræður á meðan á spilinu stendur.
Tilfinningarnar sem notast er við í samræðuspilinu er einnig að finna á Tilfinningaveggspjaldinu og getur því verið gott að hafa það til hliðar þegar spilið hefst.