fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi – Fjölmenningareldhús

Fjölmenningareldhús

Í frístundaheimilinu Eldflauginni stendur börnunum til boða að taka þátt í klúbbnum Fjölmenningareldhúsið sem rekur uppruna sinn til frístundaheimilisins Halastjörnunnar. Þar er eitt land tekið fyrir og sérstök áhersla er lögð á að kynna lönd allra á frístundaheimilinu, bæði starfsfólks og barna ef áhugi er fyrir hendi.
Byrjað er á að finna uppskriftir af réttum sem börnin geta matreitt. Börnin undirbúa síðan mat frá landinu sem hefur orðið fyrir valinu. Hægt er að fletta upp áhugaverðum uppskriftum í ýmsum smáforritum, svo sem World Recipes.  Á meðan unnið er í matreiðslunni er börnunum veitt innsýn inn í menningarheim viðkomandi lands án þess að einblína á staðalmyndir.

Smáforrit:

World Recipes

Alþjóðlegar uppskriftir sem hægt er að skoða eftir löndum.