fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Þemadagar

Þemadagar

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð er haldin einu sinni á ári hverju og hafa frístundaheimili borgarinnar verið dugleg að taka þátt. Fjölmörg verk sem sýnd eru á hátíðinni eru búin til á frístundarheimilum Reykjavíkur. Gaman getur verið að vinna að verkefni fyrir hátíðinna á heilum dögum eða á þemadögum. Verk sýningarinnar hafa verið á ýmsum toga og því um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan taum og skapa eitthvað saman.

Jólasveinarnir – Jóladagatal

Oftar en ekki ríkir hátíðleg stemmning á frístundaheimilum borgarinnar í desember og er boðið upp á ýmsa afþreyingu sem tengist jólum og ármótum. Íslensku jólsveinarnir eru ekki einungis skemmtilegir og uppátækjasamir heldur fræða þeir okkur einnig um menningu Íslendinga fyrr á tímum og hvernig jólhaldi var háttað. Gaman getur verið að nota sveinana sem þema þar sem fjallað er um einn jólasvein á dag fram að jólum. Þá er til dæmis hægt að segja frá helstu einkennum hvers og eins, lesa sögu og jafnvel teikna þá upp. Hægt er að notast við smáforritið Jólasveinadagatalið en þar er fjallað um hver kemur til byggða á hvaða degi og ýmis fróðleikur um sveinana sjálfa og foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða.

Smáforrit:

Jólasveinadagatal er smáforrit með íslensku jólasveinunum. Þar er hægt að finna upplýsingar um nöfn, komutíma og einkenni fyrir alla jólasveinana. Einnig eru þar að finnafróðleiksmolar um Grýlu, Leppalúða og jólaköttin. Forritið býður einnig upp á skemmtilegan þrautaleik.