Ljósmyndaklúbbur
Í frístundaheimilinu Vinaseli býðst börnunum að taka þátt í Ljósmyndaklúbb. Þar leiðbeinir starfsfólk þeim um hvernig taka eigi ljósmyndir og ræðir við þau um þýðingu myndatökunnar.
Markmiðið er að taka myndir af einhverju í umhverfinu sem lætur börnunum líða vel og skrifa stuttan texta við myndirnar. Myndin getur verið af nánast hverju sem er,svo sem hlut eða athöfn sem skiptir ljósmyndarann máli. Myndefnið getur verið fjölbreytt til dæmis niðursuðudós, fótbolti, gullfiskar eða skákborð.
Í klúbbnum er reynt að virkja sköpunargleði barnanna og auka áhuga þeirra á ljósmyndun sem aðferð til listrænnar tjáningar. Myndunum er safnað saman í ljósmyndabók sem krakkarnir fá eintak af og að lokum er haldin ljósmyndasýning.