fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi – Pennavinaklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Pennavinaklúbbur

Skemmtilegt er að fara í samstarf við annað frístundaheimili og setja á fót Pennavinaklúbb, til dæmis er hægt að gera það innan frístundamiðstöðva.

f

Leiðbeiningar: 

Þá er best að byrja á því að finna frístundaheimili til samstarfs og finna tengilið sem mun sjá um uppsetningu klúbbsins á hinu frístundaheimilinu. Börnin fá þá einn pennavin sem þau skrifa reglulega og fá svar til baka. Þar hafa þau tækifæri til að segja frá sér og sínu lífi, bera frístundaheimilin saman og spjalla um allt milli himins og jarðar. Einnig getur barnahópur sent bréf fyrir hönd frístundaheimilisins til annars frístundaheimilis.

Þegar hópurinn hefur verið í gangi í lengri tíma eða ef um eldri börn er að ræða er hægt að gera klúbbinn meira spennnandi með því að skrifast á við frístundaheimili erlendis eða jafnvel útbúa flöskuskeyti fyrir ferðalög yfir heimshöfin.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að hafa samband við önnur frístundaheimili og koma á fót samstarfi

Áhöld: Snjalltæki eftir þörfum 

Rými: Lista- og föndurrými