fristundalaesi@reykjavik.is

Miðlalæsi – Bókasafnsklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Bókasafnsklúbbur

Mörg frístundaheimili hafa aðgang að skólabókasöfnum grunnskóla hverfisins. Einnig er oft stutt að fara á næsta borgarbóksafn. Tilvalið er að nýta þessa safnkosti og bjóða börnunum upp á að fara í bókasafnsklúbb.

f

Leiðbeiningar: 

Á bókasöfnum er hægt að bralla ýmislegt. Gott er að byrja á því að koma sér vel fyrir á rólegum stað innan safnsins og fara í rólega leiki eins og hvísluleikinn. Því næst er hægt að lesa sögur fyrir þau eða kynna börnin fyrir ákveðnum bókum.

Börnum finnst oft mjög skemmtilegt að fá að ráfa um ganga bókasafnsins og velja sér bækur sem þau hafa áhuga á að skoða. Best er að hafa aðeins ákveðið svæði sem er í boði að ganga um og leyfa börnunum aðeins að velja sér eina bók í einu. Þetta á sérstaklega við um stærri söfn. Hægt er að ljúka heimsókninni á því að safnast aftur saman og spjalla um hvað skoðað var og hvað vakti helst áhuga á bóksafninu í það skipti.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að hafa samband við þann sem rekur skólabókasafn viðkomandi skóla og óska eftir samstarfi. Einnig er sniðugt að kynna sér hljóðláta leiki sem hægt væri að fara í á bókasöfnum án þess að trufla aðra gesti. Ef borgarbókasafn er heimsótt er kjörið að hafa samband og láta vita af væntanlegri heimsókn. 

Áhöld: Góða skapið ☺️

Rými: Skólabóksafn eða borgarbókasafn


Áhugaverðir hlekkir:

Borgarbókasöfn