fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Söngklúbbur

Söngklúbbur

Söngklúbbar gefa börnum tækifæri á því að þróa áfram sönghæfileika sína. Þar er hægt að syngja lög og vísur sem þegar eru til eða jafnvel leyfa börnum að semja sinn eigin texta við vinsæl dægurlög. Hægt er að finna dægurlagatexta á vefsíðunni Íslenskir textar. Einnig er skemmtilegt að gefa börnunum færi á að syngja um upplifanir sínar og það sem þau þekkja.

f

Leiðbeiningar:

Til þess að hefjast handa við Söngklúbb er tilvalið að byrja klúbbinn á því að fara í ýmsa söngleiki. Á Leikjavefnum má finna ýmsa skemmtilega Söng- og hreyfileiki sem hægt er að notast við.

Í kjölfarið er hafist handa við að syngja lögin sem hafa orðið fyrir valinu að syngja þann daginn. Fyrir eldri hópa getur verið gaman að prófa að radda lögin. Ef semja á eigin texta við dægurlag er hafist handa við að búa til textann með því að hlusta á lagið og fá hugmyndir af efni frá börnunum. Í enda klúbbsins er hægt að biðja börnin um að stinga upp á lögum sem þau hafa áhuga á því að syngja næst þegar klúbburinn verður í boði.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Meðalstórir eða stórir hópar 

Undirbúningur: Velja vinsæl lög innan barnamenningar og skrifa við þau íslenskan texta

Hvað þarf: Góða skapið ☺️

Áhöld: Útprentaða texta og eða blöð og blýanta

Rými: Stórt og hljóðlátt rými