fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Fyrirmyndarklúbbur

Hellaleikurinn

Börnin í frístundaheimilinu Glaðheimum skapa eigin ævintýri í gegnum hlutverkaspil þar sem hver leikur er einstök upplifun. Starfsfólk hefur landakort af helli og lista yfir muni sem nýtast börnunum í leiknum. Þau ferðast um ævintýraheima og í leiðinni leysa þau þrautir þar sem þau velja ákjósanlegasta valmöguleikann sem hefur áhrif á atburðarás og útkomu leiksins.

Börnin vinna saman og kjósa um hvað gerist í leiknum. Auk þess getur leikstjórnandinn haft áhrif á framvindu leiksins með því að ákveða hvernig þeim tekst til eða hve heppin börnin eru. Það er ákveðið eftir árangri og ákvarðanatöku þeirra þar sem til dæmis góðmennska barnanna er verðlaunuð og neikvæðar athafnir tefja fyrir þeim.