fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi – Almennt starf

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Almennt starf



Hugmyndir sem framkvæma má í almennu starfi til eflingar á náttúru-og umhverfislæsi á frístundaheimilinu. Þegar fjallað er um almennt starf er átt við allt það starf sem fer fram á frístundaheimilum að undanskildu skipulögðu klúbbastarfi.

Græn skref

Öll frístundaheimili Reykjavíkurborgar eru þátttakendur í verkefninu Græn skref sem snýst um að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif í fjórum skrefum.

Mikilvægt er að fræða börnin um verkefnið Græn skref og fá þau til að taka virkan þátt. Hægt er að gera það með því að flokka allan úrgang frístundaheimilisins til endurvinnslu, hafa flokkunina vel sýnilega og endurnýta það sem til fellur. Það mætti nýta til dæmis eggjabakka, dósir og tilfallandi efnivið úr eldhúsi í listasmiðju eða önnur verkefni.

Þannig minnkar sorp frá frístundaheimilum og starfsfólkið og börnin verða meðvitaðri um umhverfi sitt og nýta betur það sem til er.

Með því að leyfa börnunum að taka virkan þátt í að flokka og endurnýta, fræðum við þau um mikilvægi sjálfbærni fyrir nærumhverfi okkar og heiminn.

Áhugaverðir hlekkir

Græn skrefLandvernd

Veðurfar

Veðurfar er algengt umræðuefni á Íslandi og hefur það mikil áhrif á mótun íslenskrar menningar eins og sést meðal annars á klæðnaði og húsakynnum.

Það getur verið afar áhugavert fyrir börnin að skoða hversu fjölbreytt veðurfar getur verið hérlendis og jafnvel erlendis. Kjörið er að búa til veggspjald þar sem tiltekið veðurfar er tekið fyrir og finna hvaða orð tengjast því.

Börnin geta síðan teiknað myndir í tengslum við það veðurfar. Það getur til að mynda verið mjög forvitnilegt að sjá hversu mörg orð lýsa snjó.

Klæðaburður

Myndrænar leiðbeiningar fyrir börn um klæðaburð geta reynst mikilvægar. Nauðsynlegt er að hafa upplýsingarnar í augnhæð barna þannig að þau taki frekar eftir þeim.

Mætti þá setja upp mynd og texta þar sem fram kemur hvers konar klæðaburður sé ráðlagður viðkomandi dag. Gæti þar til dæmis staðið: Í dag er veður fyrir regnföt og við hliðina á textanum væri mynd af barni í regnfötum. 

Áhugaverðir hlekkir

Útifatnaður

Árstíðir

Tilvalið er að sýna börnum hversu ólíkar árstíðirnar vetur, sumar, vor og haust geta verið. Hægt er að gera það með því að taka ljósmynd af sama staðnum utandyra á mismunandi tímum og hengja myndirnar síðan upp með útskýringu.

Þetta getur hjálpað börnunum að gera sér grein fyrir breytingunum sem verða á náttúrunni og umhverfinu á milli árstíða. Einnig er skemmtilegt að búa til stórt tré og teikna eða líma á það laufblöð eftir árstíðum. Jafnvel mætti skrifa upp ljóðá veggspjöldin með hverri árstíð, eins og ljóðin Lóan er komin, Maístjarnan og Sá ég Spóa sem tengjast vorinu.

Áhugaverðir hlekkir

ÁrstíðirnarUpplifun árstíða

Smáforrit

Puzzle from photo

Þegar farið er í útiveru með börnin er hægt að nota smáforritið.

Þá nota börnin snjalltæki til þess að taka myndir af náttúrunni eða öðru skemmtilegu í umhverfinu. Því næst er búið til púsl úr myndinni sem barnahópurinn getur hjálpast við að púsla saman.

Gönguferðir og umferðarreglur

Börnin læra að þekkja nærumhverfi sitt þegar farið er í stuttar gönguferðir.

Nota má smáforritið Innipúkinn eða vef Samgöngustofu til þess að fræða börnin á skemmtilegan hátt um helstu umferðarreglurnar áður en lagt er af stað.

Einnig getur verið skemmtilegt að fara í Sprengjuleiktil að hjálpa börnunum að læra að þekkja umferðarmerkin. Í ferðinni er hægt að fara á græn svæði borgarinnar, leikvelli, heimsókn í leikskóla, hverfisbókasafnið og margt fleira.

Gaman er að sækja efni í náttúruna, til dæmis laufblöð og greinar til þess að nota í föndurgerð. Í lok gönguferðarinnar er gott að ræða við börnin um hvað þeim fannst merkilegast og skemmtilegast.

Gefum okkur 10 mínútur til að eiga í samskiptum við börnin um ferðina. Sáu þau eitthvað áhugavert í nærumhverfinu eða heyrðu þau kannski skrítið hljóð?

Áhugaverðir hlekkir

ÚtibingóÚti í umferðinniÚtivistasvæði ReykjavíkurMÚÚ – SnjallratleikirKort StrætóTímatöflur StrætóSprengjuleikurSamgöngustofa

Smáforrit

Innipúkinn í umferðinni

Í þessum skemmtilega leik leiðbeina börnin Innipúkanum hvernig hann eigi að haga sér í umferðinni.

Þau fræðast um umferðamerkin, umferðarreglur og fleira sem er mikilvægt að kunna þegar haldið er af stað.

Actionbound

Hægt er að búa til ratleik með smáforritinu Actionbound, með spurningum og verkefnum tilgreind fyrir afmarkað svæði.