fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi – Smáskref

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Einföld smáskref



Til þess að hefjast handa við að efla samfélagslæsi markvisst í starfi frístundaheimila er hægt að byrja á þessum smáskrefum. Skrefin þrjú eru nokkuð einföld í sniðum og eiga það sameiginlegt að þurfa takmarkaðan undirbúning og taka stuttan tíma í framkvæmd.

Heimskort

Heimurinn er gríðarstór og agnarsmár bæði í senn.

Gaman er að hafa heimskort sýnilegt þar sem börn jafnt sem fullorðnir geta velt fyrir sér umhverfi sínu.

Ef áhugi er fyrir hendi geta börn og fullorðnir merkt inn staði sem hafa þýðingu fyrir viðkomandi.

Áhugaverðir hlekkir

Hugmyndakassi

Hugmyndakassar geta verið óþrjótandi uppspretta nýrra og spennandi hugmynda og eflir barnalýðræði.

Auðvelt og einfalt er að koma upp slíkum kassa þar sem börnin fá tækifæri til að hafa áhrif á starf frístundaheimilisins.

Til þess að kassinn uppfylli hlutverk sitt er mikilvægt að minna börnin reglulega á hann og sýna þeim hvernig hugmyndir úr kassanum verða að veruleika.

Orðskýringar

Gaman getur verið í fjölmenningarlegu starfsumhverfi, eins og
frístundaheimili eru oft á tíðum, að setja upp töflu í rými starfsfólks þar sem frístundaleiðbeinendur geta hjálpast að við að skrifa niður áhugaverð íslensk orð sem koma upp í leik og starfi, hvað orðin þýða og í hvaða samhengi þau eru notuð.

Slík tafla aðstoðar ekki einungis erlenda starfsmenn að læra ný og skemmtileg orð heldur getur hún einnig vakið áhuga íslenskra
starfsmanna á tungumáli sínu og málhefðum.

Áhugaverðir hlekkir

Málshættir og orðatiltæki