fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Ratleikjaklúbbur

Ratleikjaklúbbur

Það getur verið spennandi að fara í ýmiskonar ratleiki í kringum nánasta umhverfi frístundaheimilisins. Til eru smáforrit sem einfalda skipulag ratleikja eins og Xnote en einnig er hægt að gera ratleik til dæmis með krítum. 

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi er barnahópnum skipt í tvennt og gengur leikurinn út á að annar hópurinn elti hinn. Sá hópur sem er eltur fær krítar og gerir örvar á gangstéttir, steina, grindverk eða annað sem á vegi þeirra verður til þess að vísa hinum hópnum leiðina. 

10 mínútum seinna leggur seinni hópurinn af stað á eftir hinum og fylgir örvunum. Auk þess getur fyrri hópurinn skrifað ýmiskonar þrautir til þess að tefja fyrir seinni hópnum. 

Þegar fyrri hópurinn er búinn að leiða þann seinni í kringum hverfið, finnur hann sér hentugt svæði til þess að fela sig á. Þegar allir eru fundnir er leikurinn búinn og fær þá seinni hópurinn að búa til nýjan ratleik og byrja. Kjörið er að enda ratleikinn í námunda við frístundaheimilið í seinni umferð.

Undir lokin er gaman að fá börnin til þess að sitjast í hring og spjalla saman um hvað þeim hafi fundist vera mest spennandi í Ratleikjaklúbbnum og hvort eitthvað hafi komið þeim á óvart.

Aldursviðmið: Allir 

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að kynna sér svæðið sem verður notað í ratleiknum og finna fjölbreyttar þrautir sem hægt er að nota í klúbbnum.

Áhöld: Krítar eða snjalltæki eftir þörfum

Rými: Útisvæði


Smáforrit:

Xnote er hægt að búa til ratleiki eða fjársjóðsleit á einfaldan hátt. Þar er sett inn mynd af því sem leitað er að eða þeim stað sem börnin eiga að finna. Börnin fá síðan kort þar sem merkt hefur verið inn á áfangastaður með stóru Xi. Þeir sem leita af áfangastaðnum birtast sem bláir punktar á sama korti og færist punkturinn um kortið þegar lagt er af stað. Þá getur einnig verið skemmtilegt að skrifa skilaboð til þeirra sem leita inn í forritið.