fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi – Þemadagar

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Þemadagar

Tvær hugmyndir af þemadögum sem efla vísindalæsi. Hægt er að nýta hugmyndinar af þemadögum á heilum dögum á frístundaheimilum vegna skólafrís og þegar settir eru upp ákveðnir þemadagar eða þemavikur.

Tæknidagurinn

Markmið Tæknidagsins er að kynna fyrir öðrum þau verkefni sem börnin hafa gert með aðstoð tækninnar.

Þar mætti sýna hvernig tæknin er nýtt á uppbyggilegan hátt á frístundaheimilinu meðal annars til þess að efla mál og læsi barna.

Hægt er að skipta rýmum frístundaheimilisins í ólíkar stöðvar þar sem mismunandi verkefni og verkfæri eru kynnt á hverri stöð, eins og Osmo Coding Awbie, Kahoot og Osmo Coding jam.

Á þessum degi er tilvalið að bjóða öðrum frístundaheimilum, leikskólum og dvalar/hjúkrunarheimilum í hverfinu í heimsókn.

Áhugaverðir hlekkir

Smáforrit

Osmo Coding Awbie býður upp á skemmtilega leið til að kynna forritun fyrir börnum í gegnum leik. Til að geta spilað leikinn þarf að kaupa sett af kubbum sem börnin raða saman.

Hægt er að búa til allskonar spurningaleiki í smáforritinu Kahoot eða finna tilbúna leiki. Margir geta spilað saman í einu og nota þá mismunandi snjalltæki til þess að svara spurningunum. Einnig getur verið skemmtilegt að fara í spurningakeppni milli frístundaheimila.

Í Osmo Coding Jam er hægt er að búa til lög með því að gera lúppur og mynstur með kóðunarspjöldunum. Yfir 300 mismunandi hljómar til að velja úr.

Dagur stærðfræðinnar

Dagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag í febrúar ár hvert.

Markmið hans er meðal annars að vekja börn til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu.

Tilvalið er að fara með börnin í allskonar stærðfræðiþrautir og er hægt að finna marga skemmtilega stærðfræðileiki og spil til dæmis á Stærðfræði sarpinum.

Áhugaverðir hlekkir

Stærðfræði sarpurinn