fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi – Þemadagar

Þemadagar

Tæknidagurinn

Markmið Tæknidagsins er að kynna fyrir öðrum þau verkefni sem börnin hafa gert með aðstoð tækninnar. Þar mætti sýna hvernig tæknin er nýtt á uppbyggilegan hátt á frístundaheimilinu meðal annars til þess að efla mál og læsi barna. Hægt er að skipta rýmum frístundaheimilisins í ólíkar stöðvar þar sem mismunandi verkefni og verkfæri eru kynnt á hverri stöð, eins og Puppet Pals, Anchor og Kahoot. Á þessum degi er tilvalið að bjóða öðrum frístundaheimilum, leikskólum og dvalar/hjúkrunarheimilum í hverfinu í heimsókn.

Dagur stærðfræðinnar

Dagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Markmið hans er meðal annars að vekja börn til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu. Tilvalið er að fara með börnin í allskonar stærðfræðiþrautir og er hægt að finna marga skemmtilega stærðfræðileiki og spil til dæmis á Stærðfræði sarpinum.