Íþróttaspjaldaklúbbur
Börnin fá tækifæri til að búa til sín eigin íþróttaspjöld í þessum klúbb. Þau ræða um fjölbreyttar íþróttir og hreyfingu og kanna styrkleika.
f
Leiðbeiningar:
Í upphafi ræðir frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi við börnin um þær íþróttir sem þeim finnst skemmtilegar og aðstoðar þau við að finna sína styrkleika.
Hægt er að taka myndir af börnunum og prenta út eða leyfa þeim að teikna myndir af sjálfum sér. Við hliðina á myndinni er textabox þar sem stutt lýsing er skrifuð og fimm helstu styrkleikar viðkomandi barns. Einnig er hægt að nota smáforritið Book Creator til þess að útbúa íþróttaspjaldabók.
Undir lokin er gaman að skoða hversu ólík íþróttaspjöld barnanna eru og leyfa þeim að leika sér með þau. Auk þess er áhugavert að spjalla við barnahópinn um þá ólíku styrkleika sem einstaklingar geta haft og hvernig hægt sé að nota þá.
Aldursviðmið: Allir
Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar
Undirbúningur: Æskilegt er að prenta út auð íþróttaspjöld eða nota snjalltæki. Gott er að kynna sér ólíka styrkleika einstaklinga.
Áhöld: Blöð og litir og snjalltæki eftir þörfum.
Rými: Hljóðlátt rými
Áhugaverðir hlekkir:
Smáforrit:
Book Creator er bókagerðaforrit til þess að búa til gagnvirka rafbók. Hægt er að setja inn myndir, texta, hljóð og upptökur. Einnig er hægt að bæta við ýmsu efni úr öðrum forritum inn í bókina svo sem brúðugerðamyndum, teiknimyndum eða klippimyndum.
Kennslumyndbönd: