fristundalaesi@gmail.com

Miðlalæsi – Bókagerðaklúbbur

Bókagerðaklúbbur

Ánægjulegt er að búa til bækur um allt milli himins og jarðar sem hægt er að hafa aðgengilegt fyrir börn, starfsmenn og foreldra frístundaheimilsins.

fff

Leiðbeiningar: 

Til eru ótal leiðir til þess að búa til bækur með börnum og er hægt að nota fjölbreyttan efnivið. 

Það getur til dæmis verið skemmtilegt að taka myndir þegar frístundaheimilið heldur viðburð eða farið er í vettvangsferð og skrifa síðan bók um viðburðinn þar sem myndunum er komið fyrir. Tilvalið er að koma þessum bókum síðan fyrir í lestrarhorni svo börnin hafi aðgengi að sínu eigin sköpunarverki.

Einnig er gaman að nota smáforritið Book Creator  til þess að búa til rafbækur. Gott er að byrja á því að ákveða um hvað bókin á að vera í samráði við börnin. Hægt er að setja texta, hljóð og myndbönd inn í rafbókina og því getur efnið verið mjög fjölbreytt.

Þegar búið er að ákveða um hvað rafbókin á að vera er hægt að byrja á því að setja bókina upp, skrifa textann og safna efni í bókina. Hægt er að setja efnið inn jafnóðum eða byrja á því að safna öllu efninu saman sem nota á í bókina og setja hana síðan upp.

Í lok Bókagerðarklúbbsins er hægt að fá börnin til að setjast í hring þar sem þau sýna bækurnar sínar og segja frá innihaldinu.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópa

Undirbúningur: Finna til efni til bókagerðar og kynna sér smáforritið Book Creator og horfa á kennslumyndbandið hér fyrir neðan

Áhöld: Blöð, penna og liti eða snjalltæki eftir þörfum

Rými: Rólegt og hljóðlátt rými


Smáforrit:

Book Creator

Book Creator er bókagerðarforrit til þess að búa til gagnvirka rafbók. Hægt er að setja inn myndir, texta, hljóð og upptökur. Einnig er hægt að bæta við ýmsu efni úr öðrum forritum inn í bókina svo sem brúðugerðamyndum, teiknimyndum eða klippimyndum.

Kennslumyndbönd: