fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi – Stjörnuskoðunarklúbbur

Stjörnuskoðunarklúbbur

Mismunandi stjörnur og stjörnumerki eru kynnt fyrir börnum í Stjörnuskoðunarklúbb. Þar eru skoðaðar fjölbreyttar bækur sem tengjast himingeiminum og ýmislegt föndrað sem tengist sólkerfinu. 

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi klúbbsins er gott að byrja að sýna börnum myndir og myndbönd úr geimnum. Til er fjöldinn allur af áhugaverðum bókum um himingeiminn og allskonar fróðlegar vefsíður. Þá er hægt að nálgast nýjar myndir af jörðinni í smáforritinu Earth Now og finna myndir og myndbönd af plánetum, stjörnum og veðri í smáforritinu Space images. Auk þess er hægt að nálgast óendanlegar upplýsingar frá geimvísindastofnuninni NASA í gegnum smáforrit þeirra sem er tilvalið að kynna fyrir börnunum. 

Því næst er gott að ræða við börnin um himingeiminn og sólkerfin. Þá er einnig hægt að búa saman til skemmtileg veggspjöld sem snúa að efninu eða jafnvel föndra pláneturnar. 

Auk þess getur verið mjög áhugavert að skoða himininn með stjörnukíki í smáforritinu Skyview. Þar er hægt að sjá allskonar stjörnumerki sem frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi gæti sagt börnunum frá og aðstoðað þau við að bera kennsl á sitt stjörnumerki.
Stundum getur verið gott að fara í smá hópleik með börnunum en marga fjölbreytta leiki er að finna á Leikjavefnum.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstór hópar

Undirbúningur: Gott er að kynna sér sólkerfið og finna til fjölbreytt úrval bóka.

Áhöld: Blöð og liti, allskonar föndurdót eða snjalltæki eftir þörfum

Rými: Hljóðlátt rými


Smáforrit:

NASA býður notanda upp á að nálgast óendanlegar upplýsingar frá geimvísindastofnuninni. Allskonar fróðleik, ljósmyndir og myndbönd.

Earth Now býður notanda upp á að nálgast allskonar upplýsingar í rauntíma um jörðina. Upplýsingunum hefur verið safnað saman af ýmsum gervihnöttum, svo sem um lofthita, þyngdarafl og ósón lagið.

Space images skoðar nýjustu myndir og myndbönd úr geimnum. Þar er hægt að finna myndir af stjörnum, plánetum, veðri og ýmsar fleiri myndir og myndbönd frá NASA.

Með Skyview er hægt er að beina snjalltækinu að himninum og fá upplýsingar um það sem fyrir augu ber. Hvort sem er í björtu sem dimmu fræðumst við um ýmsar stjörnur og stjörnumerki.