fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi – Mannfræðiklúbbur

Mannfræðiklúbbur

Mannfræði fjallar um allt það sem viðkemur manninum með sérstaka áherslu á menningu. Gaman er að velta fyrir sér ýmsum hlutum með gleraugum mannfræðinnar en hún skoðar oft hluti frá nýju sjónarhorni. 

f

Leiðbeiningar:

Bókaserían Mannfræði fyrir börn er til í íslenskri þýðingu og væri tilvalið að nota þær sem verkfæri klúbbsins til þess að kynna börnin fyrir hugtökum mannfræðinnar.

Bækurnar bjóða upp á ólík verkfæri sem hægt er að nota í klúbbnum. Sum eru leikir en önnur hugsuð til upplýsingagjafar. Því er tilvalið að styðjast við efni bókanna þegar kemur að því að skipuleggja klúbbinn. 

Tilvalið er að byrja klúbbinn á því að taka spjallhring um hugtakið sem fjallað verður um það skipti, til dæmið hvað er þjóð? eða hvað er sjálfsmynd? Því næst er hægt að vinna að verkefnum bókanna. Einnig er hægt að brjóta upp klúbbinn með því að  föndra og lita út frá málefnum og hugtökum eða jafnvel fara í göngutúra eða stuttar vettvangsferðir.

Aldursviðmið: 3. og 4. bekkur

Stærð hóps: Litlir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að kynna sér mannfræðibækurnar og ákveða hvað eigi að taka fyrir í hvert skipti

Áhöld: Mannfræðibækur eða annað skemmtilegt kennsluefni

Rými: Lista- og föndurrými 


Áhugaverðir hlekkir: 

Mannfræði fyrir börn