fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Teiknimyndagerðarklúbbur

Teiknimyndagerðarklúbbur

Smáforritið Puppet Pals II er áhugavert og skemmtulegt forrit þar sem hægt er að búa til æsispennandi teiknimyndir á einfaldan hátt.

f

Leiðbeiningar:

Best er að börnin vinni í litlum hópum með eitt snjalltæki. Til þess að byrja með þarf að ákveða um hvað teiknimyndin á að vera og hvað persónur eiga að koma fram.

Síðan er hafist handa við að finna eða búa til persónur og bakgrunn og setja inn í forritið. Þegar undirbúningi er lokið er hægt að hefjast handa við að taka upp teiknimyndina senu fyrir senu.

Aldursviðmið: 3. og 4. bekkur

Stærð hóps:  Litlir hópar

Undirbúningur: Kynna sér smáforritið Puppet Pals II og jafnvel horfa á kennslumyndbandið hér fyrir neðan

Áhöld: Snjalltæki

Rými: Lista- og föndurrými


Smáforrit:

Puppet Pals 2 er smáforrit þar sem hægt er að búa til lengri og styttri teiknimyndir á einfaldan hátt. Hægt er að taka myndir af hverju og hverjum sem er til þess að nota sem persónur eða bakgrunn.

Kennslumyndbönd: