fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Smáforrit

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Smáforrit 



Tillögur að fjölbreyttum smáforritum sem hægt er að nota til eflingar á félagslæsi innan frístundaheimila. Smáforritin eru valin með það í huga að börnin geti notað þau í misstórum hópum.

Autism apps

Smáforritið Autism Apps inniheldur upplýsingar um ýmis forrit sem henta einhverfum og börnum með sérþarfir

Alexicom ACC

Smáforrit sem vinnur með tákn og hljóð til þess að auðvelda börnum tjáningu.

Hægt er að setja inn sín eigin tákn og taka upp hljóð.

Scene and heard

Gagnast vel til að minnka samskiptaörðugleika og árekstra sem geta komið upp vegna takmarkaðrar tjáningar.

Sterkari út í lífið

Smáforritið Sterkari út í lífið inniheldur hugleiðsluæfingar kyrir börn og fullornða. Búið til af íslensku fagfólki.

Duolingo

Smáforritið Duolingo aðstoðar við að læra tungumál og viðhalda tungumálakunnáttu á skemmtilegan hátt. 

Visuals to go

Smáforrit sem styður við fólk með samskipta- og námsörðugleika.

Orðagull

Smáforritið Orðagull miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu barna.

Lærum og leikum með hljóðin

Smáforritið Lærum og leikum með hljóðin er ætlað þeim sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur.

Tilvalið fyrir börn með annað móðurmál til að æfa og læra íslensku hljóðin.

Orðaleikurinn

Skemmtilegur leikur þar sem mynd birtist ásamt stafarugli.

Bókstöfunum þarf síðan að raða í rétta röð til að mynda orð. Hver leikur inniheldur 3 orð og þegar þeim hefur öllum verið raðað rétt, þá opnast næsta borð.

Bitsboard

Smáforritið Bitsboard hentar vel í málörvun með fjölbreyttum leikjum þar sem myndir úr orðasöfnum eru í aðalhlutverki.

Bara tala

Stafræn leikjavædd íslenskukennsla. Eykur orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðflutta í að tala íslensku.

Avaz AAC

Avaz AAC er samskiptaforrit sem styrkir börn með einhverfu, heilalömun, Downs-heilkenni, málstol, aprax og einstaklinga með hvers kyns taltafir.