Kvikmyndagerðaklúbbur
Stuttmyndagerð hefur verið vinsæl dægrastytting innan frístundaheimilanna undanfarin ár. Aðgengi að upptökubúnaði hefur stóraukist með notkun snjalltækja og því auðvelt fyrir flesta að setja upp slíkan klúbb. Það er einfalt að vinna með mörg kvikmyndagerðarforrit en iMovie hefur reynst afar vel í barnastarfi enda einfalt í notkun.
fff
Leiðbeiningar:
Börn geta unnið að framleiðslu kvikmyndarinnar nánast frá upphafi til enda en gæti helst vantað aðstoð við eftirvinnsluna. Þegar efling máls og læsis er höfð í forgrunni er æskilegt að byrja á persónusköpun og ákveða söguþráð.
Því næst er handritið skrifað, æfingar haldnar og myndin tekin upp, atriði fyrir atriði. Auðvelt er að færa hluta innan tímalínunnar og því þarf ekki að taka upp í réttri röð. Fyrir eldri hópinn er jafnvel hægt að undirbúa tökur enn frekar með því að búa til skotlista og tökuplan.
Þegar allt efnið hefur verið tekið upp er hafist handa við að setja það saman. Þegar myndin er tilbúin er hægt að hlaða henni niður til þess að sýna hana hinum börnunum eða jafnvel deila með öðrum frístundaheimilum og/eða foreldrum.
Aldursviðmið: Allir
Stærð hóps: Litlir hópar
Undirbúningur: Finna til upptökubúnað
Áhöld: Blöð og penna ef vinna á að handritsgerð og myndavél eða snjalltæki eftir þörfum
Rými: Rólegt og hljóðlátt rými
Smáforrit:
iMovie er kvikmyndagerðarforrit þar sem hægt er að klippa saman myndir og myndbönd, lesa inn á eða bæta við tónlist. Einnig er hægt að fylla inn í fyrirfram tilbúna myndastiklur sem eindalt er að vinna með, jafnvel fyrir yngstu hópanna.