fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Smáskref

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Einföld smáskref



Til þess að hefjast handa við að efla lista-og menningarlæsi markvisst í starfi frístundaheimila er hægt að byrja á þessum smáskrefum. Skrefin þrjú eru nokkuð einföld í sniðum og eiga það sameiginlegt að þurfa takmarkaðan undirbúning og taka stuttan tíma í framkvæmd.

Matarkort

Matarmenning skipar veigamikinn sess í menningu flestra ef ekki allra ríkja heims.

Hægt er að finna skemmtileg heimskort þar sem matarmenning og uppruni hráefna er skrásettur.

Áhugaverðir hlekkir

Uppruni hráefna – Heimskort

Lifandi listaverk

Flest frístundaheimili eru með einhverskonar upplýsingtöflu á veggjum sínum.

Gaman getur verið að tileinka einu horni töflunnar fyrir skapandi teikningar starfsfólks. Þar getur þá hvaða frístundaleiðbeinandi sem er tekið upp tússinn og bætt við teikninguna. Í vikulok er síðan teikningin fjarlægð og er þá hægt að hefjast handa við nýtt verk í næstu viku.

Áhugaverðir hlekkir

Litahringur

Gaman getur verið að kynna börnin fyrir mismunandi litahringjum og hengja þá upp á veggi frístundaheimilsins t.d. inn í lista- og föndurrými.

Í gegnum litahringina geta börnin fengið tækifæri til að kynnast litunum okkar betur. Þar er meðal annars hægt að skoða hvaða litir eru heitir og kaldir, hvað litir eru frumlitir og hvaða litir eru andstæðir hvor öðrum.

Áhugaverðir hlekkir

Litahringur