fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Almennt starf

Almennt starf

Ávextir og grænmeti mánaðarins 

Öll frístundaheimili borgarinnar eru með fjölbreytt úrval ávaxta og grænmetis í boði fyrir börnin. Skemmtilegt getur verið að velja ávöxt eða grænmeti mánaðarins og hafa það í boði einu sinni í viku eða oftar. Ekki skemmir fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í vali og smakka eitthvað nýtt, svo sem radísur Hægt er að vinna enn frekar með matvælin með því að segja börnunum frá því hvar ávöxturinn eða grænmetið á uppruna sinn, hvaða vítamín eða næringargildi eru til staðar og hvaða áhrif þau hafa á líkamann. Þá mætti hengja þessar upplýsingar á vegg í því rými sem börnin borða.

Útileikur mánaðarins

Við kunnum öll einfalda leiki úr barnæsku sem skemmtilegt er að kynna börnunum fyrir en oft gleymast flóknari leikir sem leggja áherslu á hreyfingu. Á frístundamiðstöðvum og frístundaheimilum leynast oftar en ekki leikjahandbækur með fjölbreyttum leikjum sem hægt er að styðjast við og svo má nota Leikjavefinn. Sumir af þessum leikjum krefjast undirbúnings og getur tekið lengri tíma að kenna börnunum þá. Tilvalið er að nota þessa leiki sem útileik mánaðarins og gefa sér lengri tíma til þess að kenna börnunum leikinn á skipulagðan hátt. Þá getur einnig verið mjög skemmtilegt að fara í söng- og hreyfileiki með börnunum eins og fram, fram fylking, í grænni lautu og falinn steinn  

.

Áhugaverðir hlekkir:

Leikjahandbók

Leikjavefurinn

Leikgleði – 50 leikir

Slökun 

Börnin í frístundaheimilinu Regnbogalandi geta valið að taka þátt í slökun í stað þess að fara í útiveru. Þar er dýnum og púðum dreift um gólf og ljósin slökkt. Börnin liggja og loka augum. Síðan er saga úr bókinni Aladdín og töfrateppið lesin upp fyrir þau á hægan og ljúfan hátt. Á meðan börnin svífa um í heimi ævintýranna einbeita þau sér að djúpri öndun og afslöppun. Markmiðið er að skapa ró þar sem börnin geta slakað á og verið laus við allt áreiti og ónæði. Hugleiðsla og slökun getur haft jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Það er því afar hjálplegt fyrir börn að öðlast færni til þess að róa sig niður og slaka á. Getur það verið ákveðin forvörn gegn streitu á tímum hraðra breytinga og sívaxandi álags og áreitis.

Áhugaverðir hlekkir:

Frístundaheimilið Regnbogaland

Aladdín og töfrateppið


rr

Íþróttir

Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir góða heilsu og vellíðan. Hægt er að búa til veggspjald með mynd og lýsingu af þeim fjölbreyttu tegundum af íþróttum sem eru til hérlendis og erlendis. Þá er einkar skemmtilegt að fjalla um þjóðaríþróttir ólíkra landa eins og glímu. Auk þess getur verið hjálplegt að hafa upplýsingar sýnilegar um íþróttafélög hverfisins og þá íþróttaiðkun sem stendur börnunum til boða í þeirra nærumhverfi ásamt helstu tengiliðaupplýsingum.

Hrósveggur

Mikilvægt er að veita jákvæðri hegðun barna athygli og hrósa þegar við á. Því getur verið tilvalið að útbúa hrósvegg á góðum stað á frístundaheimilinu. Gæta verður að því að hafa hrósið nákvæmt svo börnin vita hvað er verið að hrósa þeim fyrir, hafa það einfalt og hreinskilið. Auk þess verður að hrósa sem fyrst eftir að jákvæða hegðunin hefur átt sér stað. Hægt er að útbúa hrósvegginn þannig að tekin er mynd af barninu eða börnunum þegar þessi tiltekna jákvæða hegðun er sýnd, myndin prentuð út og síðan hengd upp á hrósvegginn. Undir myndinni stendur síðan skilmerkilega sú jákvæða hegðun sem átti sér stað. Þetta getur verið áhrifarík hvatning og jafnvel aukið sjálfstraust barna.

Líkaminn 

Forvitnilegt getur verið fyrir börnin að vita meira um líkamann sinn. Hægt er að hengja upp á vegg fjölbreytt veggspjöld sem sýna ýmis líffæri, ólík bein og mismunandi vöðva sem finnast í líkamanum. Með smáforritinu Visual Anatomy er hægt að skoða og fræðast um líkamann og er þá hægt að skoða heilann í þrívíddar líkönum og fræðast um ólíka virkni heilans í smáforritinu 3D Brain. Einnig er til fjöldinn allur af skemmtilegum bókum um líkamann en mikilvægt er að börn viti að þau ráða yfir líkama sínum sjálf. Hér eru nokkrar fróðlegar bækur og púsluspil um líkamann: Þetta er líkaminn minn, púsluspil líkaminn, Líkaminn er listasmíð og Settu saman mannslíkamann. Þá getur verið fróðlegt fyrir börnin að skoða bangsann Parker sem hægt er að fá lánaðann hjá margmiðlunarveri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Mixtúru.

Áhugaverðir hlekkir:

Þetta er líkaminn minn

Púsluspil líkaminn

Líkaminn er listasmíð

Settu saman mannslíkamann

Bangsinn Parker

Mixtúra

Smáforrit:

https://lh3.googleusercontent.com/bQAr25cb0JOoU1RlANgV7L66-EFLlQ0KACnaXzqcZk0ufnxmablVDTvjkbpbwArejnw=s180

Visual Anatomy býður notendum upp á að skoða og fræðast um líkamann . Það getur verið forvitnilegt að skoða ýmis líffæri, ólík bein og mismunandi vöðva sem finnast í líkamanum.

https://lh3.googleusercontent.com/gINkDmzVZ1CB3-DZEHj5RmPUpS7CDqcP1Dl6X_IuHTz45BY2NNnBTwNl9eTAQK3OlnW8=s180

3D Brain býður notendum upp á að skoða heilann á áhugaverðan hátt. Þar er hægt að sjá hann í þrívíddar líkönum og fræðast um ólíka virkni heilans.