fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Íþróttakynningaklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Íþróttakynningaklúbbur

Í frístundaheimilinu Guluhlíð geta börnin farið í bráðskemmtilegan klúbb með íþróttakynningum. Fjölbreytni er í hávegum höfð og reynt er að kynna sem flestar íþróttir fyrir börnunum. Þar er þekking og reynsla starfsfólks nýtt til að bjóða upp á áhugaverðar íþróttakynningar.Leitað er eftir samstarfi við íþróttafélög hverfisins og kannað hvort vilji sé fyrir samstarfi. Ef sá vilji er fyrir hendi er starfsfólki íþróttafélagsins boðið í heimsókn til að kynna sína íþrótt fyrir börnunum. Farið er með barnahópa í heimsókn í íþróttafélögin þegar tök eru á því. Hægt er að finna hvaða íþróttir er hægt að stunda í Reykjavíkurborg á frístundavefnum.

Áhugaverðir hlekkir:

Frístundavefurinn