fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Læsistegund

Vísindalæsi

Vísindalæsi snýr að því að efla skilning og vitneskju barna um vísindi,svo sem raunvísindi og náttúruvísindi.

Læsið eykur þekkingu þeirra á hugmyndum í vísindum, tilgang þeirra og notagildi. Einnig er lagt upp úr því að börnin geti sett fram spurningar til að geta aflað sér frekari þekkingar, ályktað, rökstutt og lagt sitt af mörkum í upplýstri umræðu.

Þannig geta þau gert sér grein fyrir samspili náttúru og mannsins og valdi hans yfir tækninni. Auk þess sem þau verða gagnrýnni á hlutverk sitt og áhrif vísinda og tækni á eigið líf, umhverfi og samfélag.

Með vísindalæsi eykst þekking barna á nútímasamfélagi sem hjálpar þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir í málefnum er snúa að vísindum².

Eykur tæknivitund

Eflir rökhugsun

Eflir vísindagildi

Vísindalæsi

Vísindalæsi snýr að því að efla skilning og vitneskju barna um vísindi,svo sem raunvísindi og náttúruvísindi. Læsið eykur þekkingu þeirra á hugmyndum í vísindum, tilgang þeirra og notagildi. Einnig er lagt upp úr því að börnin geti sett fram spurningar til að geta aflað sér frekari þekkingar, ályktað, rökstutt og lagt sitt af mörkum í upplýstri umræðu. Þannig geta þau gert sér grein fyrir samspili náttúru og mannsins og valdi hans yfir tækninni¹. Auk þess sem þau verða gagnrýnni á hlutverk sitt og áhrif vísinda og tækni á eigið líf, umhverfi og samfélag. Með vísindalæsi eykst þekking barna á nútímasamfélagi sem hjálpar þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir í málefnum er snúa að vísindum².

Hvað er verið að efla? Tæknivitund, rökhugsun og vísindagildi.

ff’

ff

Smáskref

Sólkerfið

Skemmtilegt er að skreyta frístundaheimilið með sólkerfinu. Þá er tilvalið að hengja upp myndir af plánetunum ásamt nafni þeirra.

Stjörnumerki

Tölustafirnir

Hvað eru margir mánuðir í árinu? Hengjum upp nafn mánaðanna ásamt myndum af stjörnumerkjum sem tengjast þeim.

Gott er að hafa tölur sýnilegar upp á vegg til að auðvelda börnum að þekkja þær. Hægt er að lita tölustafina, perla þá, föndra eða jafnvel kubba þá.