fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi – Tilraunaklúbbur

Tilraunaklúbbur

Í Töfraseli er Tilraunaklúbbur þar sem börnin fá að framkvæma fjölbreyttar og áhugaverðar tilraunir.

Unnið er með vísindaefni í klúbbnum eins og Vísindabækur Villa. Starfsfólk velur tilraunir fyrir hvern klúbb, skipuleggur og undirbýr þær vel. Stundum fá börnin að taka þátt í vali á tilraununum en framkvæmdin er ávallt samvinnuverkefni barna og starfsfólks. Mikilvægt er að starfsfólkið fari vel yfir allt ferlið með börnunum, útskýri hvað eigi sér stað og af hverju.

Tilraunirnar geta verið margvíslegar svo sem eldflaugar, dulmál, rafmagn og margt fleira. Einna vinsælast í frístundaheimilinu Töfraseli er að gera fallhlífar fyrir leikfangakarla og búa til slím eða sprengjur.

Áhugaverðir hlekkir:

Vísindastarf