fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Læsistegund 

Félagslæsi

Góð félagsfærni er talin geta stuðlað að farsælli þátttöku í samfélaginu og tekur hún að þróast strax við fæðingu barns. Þau börn sem dvelja í umtalsverðan tíma á frístundaheimilum gefst tækifæri til að eiga í tiltölulega miklum samskiptum þar.

Forsenda þess að börnum líði vel í frístundastarfinu eru góð samskipti. Því er eitt af lykilhlutverkum starfsfólks frístundaheimila að vera jákvæðar fyrirmyndir til þess að börnin tileinki sér sömu hegðun.

Góð samskipti byggjast meðal annars upp á trausti, virðingu og samkennd og geta þau haft áhrif á bæði vellíðan og árangur barna. Á frístundaheimilum gefst börnum tækifæri til að læra að þekkja eigin tilfinningar og annarra, geta skynjað þær og túlkað.

Eflir tilfinningalæsi

Styrkir sjálfsmynd

Eflir samskiptafærni