fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi

Félagslæsi

Góð félagsfærni er talin geta stuðlað að farsælli þátttöku í samfélaginu og tekur hún að þróast strax við fæðingu barns¹. Þau börn sem dvelja í umtalsverðan tíma á frístundaheimilum gefst tækifæri til að eiga í tiltölulega miklum samskiptum þar. Forsenda þess að börnum líði vel í frístundastarfinu eru góð samskipti. Því er eitt af lykilhlutverkum starfsfólks frístundaheimila að vera jákvæðar fyrirmyndir til þess að börnin tileinki sér sömu hegðun². Góð samskipti byggjast meðal annars upp á trausti, virðingu og samkennd og geta þau haft áhrif á bæði vellíðan og árangur barna. Á frístundaheimilum gefst börnum tækifæri til að læra að þekkja eigin tilfinningar og annarra, geta skynjað þær og túlkað.

Hvað er verið að efla? Tilfinningalæsi, sjálfsmynd, samkennd og samskiptafærni

fff

Smáskref

Nöfn

Samskipti

Velkomin

Notum nöfn barna og frístundaleiðbeinanda/ráðgjafa í samskiptum. Höfum myndir og nöfn af börnum og starfsfólki frístundaheimilisins sýnilegar til þess að auðvelda okkur verkið.

Mikilvægt er að nýta hvert tækifæri til að eiga í samskiptum við börn með virkri hlustun. Gott er að reyna að hafa samtal við eins mörg börn og kostur er. Samtal er minnst 5 tjáskipti sem eiga sér stað milli tveggja eða fleiri aðila.

Æskilegt er að taka vel á móti öllum sem eiga erindi inn á frístundaheimilið. Bjóðum börnum, samstarfsfólki og foreldrum góðan daginn og kveðjum þau vel. Einnig er hægt að þýða orðið velkomin á þau tungumál sem töluð eru á frístundaheimilinu og hengja/skrifa orðin upp á vegg í móttökurými.