fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Boltaleikjaklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Boltaleikjaklúbbur

Til er fjöldinn allur af boltaleikjum sem er kjörið að kynna fyrir börnunum í þessum skemmtilega Boltaleikjaklúbb. Körfubolti, fótbolti og handbolti eru íþróttir sem margir þekkja en sumir kunna ekki leikreglurnar nógu vel og þora því ekki að taka þátt. Tilvalið er að taka fyrir eina boltaíþrótt vikulega og leyfa börnunum að prufa. Þá eru einnig fleiri boltaíþróttir eins og skotbolti, botsía, krull og tennis sem er gaman að kynna fyrir börnunum. 

f

Leiðbeiningar:

Hægt er að hafa Boltaleikjaklúbbinn í ólíkum rýmum frístundaheimilisins, innandyra eða utandyra eftir veðri. En mikilvægt er að fara vel yfir leikreglurnar áður en boltaleikurinn hefst og ræða við börnin á meðan á leiknum stendur. 

Undir lokin er gaman að spjalla við börnin og heyra hver upplifun þeirra var af hverri boltaíþrótt. Þá getur verið skemmtilegt að skoða upprunaland boltaíþróttarinnar og hver sé núverandi heimsmeistari í henni.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Tilvalið er að skoða fjölbreyttar boltaíþróttir og kynna sér leikreglur þeirra.

Áhöld: Ólíkar tegundir af boltum og snjalltæki eftir þörfum

Rými: Íþróttasalur eða útileikvöllur