Box Island
Í smáforritinu Box Island er farið yfir helstu þætti forritunar í gegnum spennandi leik. Börnin öðlast þekkingu á ákveðnum grunnþáttum forritunar eins og skilyrði og endurtekningar.
Kahoot
Hægt er að búa til allskonar spurningaleiki í smáforritinu Kahoot eða finna tilbúna leiki. Margir geta spilað saman í einu og nota þá mismunandi snjalltæki til þess að svara spurningunum. Einnig getur verið skemmtilegt að fara í spurningakeppni milli frístundaheimila.
Orðaleikurinn
Skemmtilegur leikur þar sem mynd birtist ásamt stafarugli. Bókstöfunum þarf síðan að raða í rétta röð til að mynda orð. Hver leikur inniheldur 3 orð og þegar þeim hefur öllum verið raðað rétt, þá opnast næsta borð.
Skyview
Með smáforritinu SkyView er hægt er að beina snjalltækinu að himninum og fá upplýsingar um það sem fyrir augu ber. Hvort sem er í björtu sem dimmu fræðumst við um ýmsar stjörnur og stjörnumerki.
Spyglass
Smáforritið Spyglass er áttaviti sem nýtir myndavélina í snjalltækinu. Þegar kveikt er á myndavélinni sést áttavitinn á skjánum en jafnframt það sem er fyrir framan tækið.
Stjörnuskífan
Stjörnuskífan er fallega myndskreytt rafræn leikjabók þar sem þrautir og fróðleikur blandast saman við skáldskapinn. Þetta er spennandi ævintýri sem inniheldur sögu vísindanna. Í hverjum kafla þarf að leysa tiltekna þraut sem tengist sögunni.
NASA
Í smáforritinu NASA má nálgast óendanlegar upplýsingar frá geimvísindastofnuninni. Allskonar fróðleik, ljósmyndir og myndbönd.
Earth Now
Hægt er að finna allskonar upplýsingar í rauntíma um jörðina í smáforritinu Earth Now. Upplýsingunum hefur verið safnað saman af ýmsum gervihnöttum, svo sem um lofthita, þyngdarafl og ósón lagið.