fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Brúðuleikhúsarklúbbur

Brúðuleikhúsarklúbbur

Brúðuleikhúsargerð er góð skemmtun og einfald að endurnýta kassa og efnisbúta frá frístundaheimilinu sem annars væri mögulega hent.

fff

Leiðbeiningar:

Til þess að hefjast handa við brúðleikhúsarklúbb er best að byrja á því að útbúa svið. Hægt er að útbúa svið fyrir brúðuleikhús á mjög einfaldan hátt úr pappakassa eða smíða kassa fyrir leikhúsið með börnunum fyrir þá metnaðarfullu.

Þegar leikhúsið er tilbúið að er hægt að hefjast handa við að búa til söguna og persónurnar sem fram eiga að koma hverju sinni.

Í kjölfarið er farið í að búa til brúður og þá getur reynst vel að nýta ýmislegt nytsamlegt úr lista- og föndur rými frístundaheimilsins. Hægt er að finna leiðir til þess að búa til ýmsar mismunandi gerðir á vefnum.Einnig er tilvalið að nota forritið Puppet Pals til þess að setja upp brúðuleikhús.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps:  Litlir hópar

Undirbúningur: Finna til efnivið í brúðugerð og brúðuleikhúsgerðina

Áhöld: Pappakassa, brúður eða snjalltæki

Rými: Lista- og föndur rými 


Smáforrit:

Puppet Pals er skapandi brúðugerðarforrit þar sem börnin geta valið sér sögusvið og persónur. Hægt er að taka myndir af hverju og hverjum sem er til þess að nota sem persónur eða bakgrunn.

Kennslumyndbönd: