fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Tarsanklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Tarsanklúbbur

Tarsanklúbburinn gengur að sjálfsögðu út á það að fara í Tarsanleikinn með börnunum. Íþróttahúsið er frumskógur Tarsan og eiga börnin að reyna að komast á tiltekna heimastöð. Verða börnin að gæta þess að koma ekki við gólfið því það er sjórinn, því annars þurfa þau að byrja upp á nýtt á þrautabrautinni. 

f

Leiðbeiningar:

Áður en leikurinn hefst er best að búið sé að koma fyrir dýnum sem geta verið eyjurnar í sjónum, leyft köðlunum að hanga svo hægt sé að sveifla sér í þeim og taka fram grindur sem börnin geta klifrað í. Kjörið er að skoða hvað tækjageymslan býður upp á og nota ímyndunaraflið. 

Í upphafi Tarsanklúbbsins er mikilvægt að útskýra leikinn fyrir börnunum og fara yfir leikreglurnar. 

Skemmtilegt getur verið að hafa fleiri en einn Tarsan í einu á þrautabrautinni sem reynir að ná börnunum þegar þau koma sér yfir sjóinn í átt að heimastöðinni. 

Undir lokin er gaman að spjalla við börnin um hvað þeim þótti mest spennandi í leiknum og jafnvel lesa saman bókina um Tarsan.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Meðalstórir eða stórir hópar

Undirbúningur: Tilvalið er að kynna sér leikreglur Tarsanleiksins og finna til ýmislegt sem nota má á þrautabrautinni. 

Áhöld: Útvarp með góðri tónlist

Rými: Íþróttasalur