fristundalaesi@gmail.com

Megináherslur

Megináherslur

Reynslunám

Reynslunám er ákveðið ferli þar sem barnið byggir upp þekkingu og færni með þátttöku sinni í starfi frístundaheimilis¹. Samkvæmt reynslunámi tileinkar barnið sér skilning og þekkingu með því að framkvæma, vera virkt, prófa, athuga og ígrunda reynsluna².

Áhugahvöt

Á frístundaheimilum er leitast við að nýta áhugamál barnsins til að stuðla að virkri þátttöku þess svo að það öðlist nýja þekkingu og eigi uppbyggilegan frítíma¹.

Lært í gegnum leik

Leikur með það að leiðarljósi að barnið öðlist nýja þekkingu kallast að „læra í gegnum leik”. Slíkur leikur er oft byggður á hugmynd eða efniviði frá starfsfólki frístundaheimilis þar sem áhersla er lögð á þekkingarsköpun. Þar fær leikgleði, áhugi og reynsla barnsins að njóta sín á sama tíma og færni barnsins eykst³.

Félagsleg hugsmíðahyggja

Samkvæmt félagslegri hugsmíðahyggju byggist þekking barna á túlkun sem er háð aðstæðum hverju sinni. Litið er svo á að barn skapi merkingu út frá reynslu sinni á frístundaheimilinu og skapi þar af leiðandi einstaklingsbundna þekkingu. Þekkingin verður ávallt til í félagslegu samhengi sem er hluti af menningu viðkomandi barns.