fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Smáskref

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Einföld smáskrefÞrjú smáskref sem frístundaheimili geta nýtt sér til þess að hefjast handa við að efla félagslæsi markvisst í starfi sínu. Skrefin eru nokkuð einföld í sniðum og eiga það sameigninlegt að þurfa takmarkaðan undirbúning og taka stuttan tíma í framkvæmd.

NÖFN

Notum nöfn barna og frístundaleiðbeinanda/ráðgjafa í samskiptum.

Höfum myndir og nöfn af börnum og starfsfólki frístundaheimilisins sýnilegar til þess að auðvelda okkur verkið.

SAMSKIPTI

Mikilvægt er að nýta hvert tækifæri til að eiga í samskiptum við börn með virkri hlustun.

Gott er að reyna að hafa samtal við eins mörg börn og kostur er. Samtal er minnst 5 tjáskipti sem eiga sér stað milli tveggja eða fleiri aðila.

VELKOMIN

Æskilegt er að taka vel á móti öllum sem eiga erindi inn á frístundaheimilið. Bjóðum börnum, samstarfsfólki og foreldrum góðan daginn og kveðjum þau vel.

Tilvalið er að hengja umm veggspjald þar sem allir eru boðnir velkomnir á sem fjölbreyttasta hátt í móttökurými frístundaheimilsins.