fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi – Smáforrit

Innipúkinn í umferðinni

Í þessum skemmtilega leik leiðbeina börnin Innipúkanum hvernig hann eigi að haga sér í umferðinni. Þau fræðast um umferðamerkin, umferðarreglur og fleira sem er mikilvægt að kunna þegar haldið er af stað.

Plöntulykilinn

Greiningarlykill fyrir Flóru Íslands. Hægt er að greina plöntur eftir fjölbreyttum leiðum, eins og fjölda krónublaða, lit, stönglinum, blaðröndum og fleira.

LeafSnap

LeafSnap er smáforrit þar sem greina má plöntur eftir fjölbreyttum leiðum. Hægt er að nota forritið til að skanna inn laufblað til þess að finna út hvaða trjátegund það tilheyrir.


Wikiloc Outdoor

Þegar farið er í gönguferðir eða hjólreiðar er hægt að nota smáforritið Wikiloc Outdoor til þess að búa til kort. Þá eru ákveðnir staðir merktir inn, skrifaður texti og teknar myndir. Auk þess er hægt að fylgjast með ferðinni í rauntíma á netinu eða fylgja henni seinna með því að skoða þær merkingar sem hafa verið settar inn í forritið. Á heimasíðu Wikiloc er einnig hægt að fletta upp fjölbreyttum gönguleiðum og hjólaleiðum víðsvegar um heiminn.

Elmer’s Photo Patchwork

Þegar farið er í útiveru með börnin er hægt að nota smáforritið Elmer’s Photo Patchwork. Þá nota börnin snjalltæki til þess að taka myndir af náttúrunni eða fallegu mynstri í umhverfinu. Myndirnar eru síðan notaðar til þess að skreyta fílinn Elmer og vini hans.