fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi – Smáforrit

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Smáforrit


Tillögur að fjölbreyttum smáforritum sem hægt er að nota til eflingar á náttúru og umhverfislæsi innan frístundaheimila. Smáforritin eru valin með það í huga að börnin geti notað þau í misstórum hópum.

Innipúkinn í umferðinni

Í þessum skemmtilega leik leiðbeina börnin Innipúkanum hvernig hann eigi að haga sér í umferðinni. Þau fræðast um umferðamerkin, umferðarreglur og fleira sem er mikilvægt að kunna þegar haldið er af stað.

PlantSnap

PlantSnap er smáforrit þar sem greina má plöntur eftir fjölbreyttum leiðum. Hægt er að nota forritið til að skanna inn laufblað til þess að finna út hvaða trjátegund það tilheyrir.

Umferðamerkin

Í smáforritinu er hægt að skoða 262 umferðamerki, gátskildi og stikur á einfaldan og aðgengilegan máta.

Puzzle from photo

Þegar farið er í útiveru með börnin er hægt að nota smáforritið. Þá nota börnin snjalltæki til þess að taka myndir af náttúrunni eða öðru skemmtilegu í umhverfinu. Því næst er búið til púsl úr myndinni sem barnahópurinn getur hjálpast við að púsla saman.

Clime: Weather Radar Live

Í smáforritinu má nálgast ýmsar veðurupplýsingar í rauntíma.

Actionbound

Hægt er að búa til ratleik með smáforritinu Actionbound, með spurningum og verkefnum tilgreind fyrir afmarkað svæði.

Geocaching

Þessi skemmtilegi leikur vísar börnum með snjalltæki á stað sem hugsanlega geymir fjarsjóð. Á vissum stöðum er búið að koma fyrir vatnsþéttum ílátum með einhverju spennandi og gestabók. Sá sem finnur fjársjóðinn skráir nafn sitt í gestabók staðarins og má taka eitthvað úr boxinu en þarf þá að bæta öðru við í staðinn. Síðan er fundurinn skráður inn í leikjakerfið.

Pokémon GO

Barnahópurinn getur tekið saman höndum og safnað Pokémonum með smáforritinu Pokémon Go. Gaman er að nota snjalltæki til þess í göngutúrum með börnin.