Einföld smáskref
Til þess að hefjast handa við að efla náttúru- og umhverfislæsi markvisst í starfi frístundaheimila er hægt að byrja á þessum smáskrefum. Skrefin þrjú eru nokkuð einföld í sniðum og eiga það sameiginlegt að þurfa takmarkaðan undirbúning og taka stuttan tíma í framkvæmd.
Vegvísar
Gaman er að hengja upp ýmsa vegvísa sem vísa í áttina að tilteknum fyrirbrigðum, svo sem Heiðmörk, Laugardalslaug og annað í nærliggjandi umhverfi.
Þá mætti einnig bæta við kílómetrafjölda til viðkomandi staða.
Áhugaverðir hlekkir
Umferðamerki
Hver eru helstu umferðamerkin?
Höfum þau sýnileg í augnhæð barna ásamt útskýringum.
Áhugaverðir hlekkir
UmferðamerkinÁttaviti
Tilvalið er að hafa áttavita sýnilegan annað hvort upp á vegg eða á gólfi, þar sem fram kemur í hvaða átt norður, suður, austur og vestur er miðað við staðsetningu frístundaheimilis.