fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi – Almennt starf

Almennt starf

Tækjabúnaður

Mixtúra er margmiðlunarver Reykjavíkurborgar sem býður upp á fjölbreytt úrval af tækjum og búnaði sem frístundaheimili geta fengið að láni. Þannig er hægt að leyfa börnunum að prufa ýmsar tækninýjunar eins og Bangsann Parker, Forritunarmúsina Jack, Osmo eða stuttermabolinn Curiscope, sem opnar hjarta manns. Einnig er hægt að fá fræðslu hjá þeim og fara á skemmtileg námskeið um tækni sem nýst getur í starfi frístundaheimila.

Áhugaverðir hlekkir:

Mixtúra

Bangsinn Parker 

Forritunarmúsin Jack 

Osmo 

Stuttermabolurinn Curiscope

Lotukerfið

Áhugavert er að hafa lotukerfi með myndum af hverju tákni til frekari útskýringa hangandi upp á vegg. Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni og hefur þeim verið raðað upp eftir atómnúmeri. Hægt er að finna grundvallareinkenni efnanna í þessari töflu.

Áhugaverðir hlekkir:

Lotukerfi

Lotukerfistafla

Vísindafólk

Gaman er að kynna fyrir börnunum vísindafólk, geimfara og fleiri áhugaverða einstaklinga. Þá er hægt að setja upp veggspjöld með myndum og ítarlegum upplýsingum um viðkomandi aðila. Þar mætti segja frá ýmsum afrekum þeirra og mikilvægi þeirra fyrir mannkynið.

Áhugaverðir hlekkir:

Vísindahorn Ævars

Lifandi vísindi


ff

Tímavélin

Skemmtileg veggspjöld með fróðlegum upplýsingum fyrir börn eru afar hentug þegar kemur að eflingu máls og læsis. Í því samhengi er hægt að setja upp einskonar tímavél. Mætti þannig setja fram á myndrænan hátt sögulega þróun ýmissa áhugaverðra tækja. Til dæmis væri hægt að segja frá því hvernig ökutæki hafa þróast frá upphafi, hvernig þau eru í dag og hvernig framtíðarspár hljóða. Gott er að hengja upp myndir við hliðina á hvor annarri í tímalínu, hafa ártal fyrir ofan og útskýringar fyrir neðan. Hægt er að setja upp tímavél fyrir fjöldann allan af hlutum og mætti jafnvel tengja það við þemavikur sem eru í gangi hverju sinni.

Litamyndir og þrautaleikir

Hægt er að bjóða börnum að lita myndir með því að fylgja númerum, eins og sjá má hér. Þá þarf til dæmis að lita ákveðinn hluta á myndinni í tilteknum lit sem hefur verið merktur með tölustaf. Einnig væri hægt að prenta út litamyndir með ýmsum þrautum og gátum sem tengjast raunvísindum og rökhugsun. Þær snúast svo sem um að finna það sem er ólíkt á tveimur myndum, tengja saman myndir og fleira skemmtilegt. Auk þess getur verið skemmtilegt að prufa ýmsar stærðfræðiþrautir eða smáforritið Stjörnuskífan sem er rafræn leikjabók þar sem þrautir og fróðleikur blandast saman við skáldskapinn.

Áhugaverðir hlekkir:

Litamyndir

Þrautaleikir

Stærðfræðiþrautir og leikir

Skilrúmsleikur

Smáforrit:

Stjörnuskífan er fallega myndskreytt rafræn leikjabók þar sem þrautir og fróðleikur blandast saman við skáldskapinn. Þetta er spennandi ævintýri sem inniheldur sögu vísindanna. Í hverjum kafla þarf að leysa tiltekna þraut sem tengist sögunni.