fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Glaðheimapopp

Glaðheimapopp

Í frístundaheimilinu Glaðheimum gefst börnunum tækifæri til að semja eigin lög og texta sem þau syngja.

Lögin eru samin í spuna, hljóðrituð og miðlað á tónlistarveituna Spotify. Samin er popptónlist með áherslu á veruleika barnanna og unnið með hliðsjón af barnalýðræði. Þá hefur einnig verið búið til tónlistarmyndband sem var innblásið af innihaldi eins tónverksins.

Markmið klúbbsins er að auka tónlistarkunnáttu og þekkingu barnanna á tónsköpun, styrkja sönghæfileika og auka skilning á mikilvægi samvinnu.